Ungar stúlkur gera samning við ÍBV knattspyrnu kvenna
Í gær skrifuðu 9 ungar stúlkur undir leikmannasamning við ÍBV. �?etta eru stúlkur úr árgöngum 1996-1999. �?etta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið sem er nú á leið í æfinga og keppnisferð til Spánar. Í ferðina fara 28 leikmenn ásamt 5 manna þjálfara og fararstjórn. Í ferðinni leikur meistaraflokkur einn æfingaleik ásamt því að æfa stíft undir stjórn Ian Jeffs en 2.flokkur mun bæði æfa og taka þátt í Costa Blanca Cup sem er árlegt mót sem haldið er á Costa Blanca svæðinu.
Stúlkurnar sem skrifuðu undir samning í gær eru þær Ásta María Harðardóttir, María Björk Bjarnadóttir, Sigríður Sæland, Díana Helga Guðjónsdóttir, Margrét Íris Einarsdóttir, Inga Hanna Bergsdóttir, Bríet Stefánsdóttir, Sóldís Gylfadóttir og Unnur Ástrós Magnúsdóttir. Í æfinaferðinni munu fleiri leikmenn skrifa undir leikmannasamninga við ÍBV.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með nýja samninga og óskar þeim velfarnaðar á komandi leiktímabili.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.