„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ).
„Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá að spila með okkar unga tónlistarfólki og eins fyrir okkar ungu nemendur að fá tækifæri að spila með færustu spilurum landsins,” segir Biggi Nielsen um viðburðinn.
Á efnisskránni er klassískt efni á borð við Blues Brothers, Grýlurnar, Mezzoforte og eitthvað sem flestir ættu að þekkja í bland við nýtt efni frá Bigga af væntanlegri plötu sem ber heitið Útiklefinn.
Tónleikar hefjast kl. 20. Forsala er í fullum gangi í Tvistinum og er aðgangseyrir aðeins kr. 1.900 –




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.