Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var flogið til Heimaeyjar þar sem haldinn var fundur með heimamönnum.