Upplifum, njótum, verum til
25. október, 2023

Styrktarkvöld Krabbavarnar í Vestmannaeyjum var haldið þann 6. október sl. Styrktarkvöld eru orðin árlegur viðburður þar sem stjórn félagsins og sjálfboðaliðar koma að skipulagi. Bleika boðið í ár sem haldið var í Höllinni var afar vel sótt og heppnaðist vel í alla staði. Að því sögðu er Eyjamaður vikunnar Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir sem situr í stjórn Krabbavarnar.   

Nafn? Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir (Sigga Stína). 

 Fjölskylda? Eiginmaður, 4 dætur og 7 barnabörn. 

 Mottó? Að nýta lífið til fulls, njóta og jafnvel þjóta … gera eins mikið og ég get  á meðan ég hef heilsu. 

 Síðasta hámhorfið? Only murders in the building á Disney+. 

 Uppáhalds hlaðvarp? Hlusta ekki á hlaðvarp.  

 Aðaláhugamál? Áhugamál mitt er að njóta lífsins og prófa alltaf eitthvað nýtt. 

 Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Vakna með tilhlökkun fyrir deginum … og að þakka fyrir daginn þegar ég leggst á koddann.  

 Venjulegur dagur hjá þér? Bara þetta venjulega… vakna, borða, vinna, sofa … og njóta. 

 Hvað óttast þú mest? Að ná ekki að sjá barnabörnin mín komast til manns. 

 Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Rokk … eiginlega allt nema sinfónía og ópera.  

 Hvað er velgengni fyrir þér? Gildi hverrar manneskju felst í því hver hún er ekki hvað hún á, þannig að velgengni fyrir mér er þegar fólk getur talað fallega við hvert annað. 

Hvernig gekk styrktarkvöld Krabbavarnar? Bleika boðið gekk rosalega vel og fór langt umfram væntingar. 

Hvert er tilefni skemmtunarinnar? Að afla fjár til styrktar Krabbavarnar, en félagið er rekið á styrktarfé.  

Rann peningurinn óskiptur til félagsins? Já öll innkoma fór til Krabbavarnar. 

Stóð eitthvað upp úr að þínu mati? Ég sá þetta kvöld hvað Krabbavörn er ofarlega í huga fólks, hvað kærleikurinn vegur þungt í Vestmannaeyjum, ég sá hversu margir voru tilbúnir til að styrkja okkur bæði með að mæta á skemmtunina og að leggja okkur lið með gjöfum og styrkjum.   

Eru styrktarkvöld haldin árlega? Við byrjuðum árið 2021 með bleikt boð hjá Einsa Kalda, árið 2022 vorum við með mottumarstónleika í Höllinni og nú í ár héldum við bleikt boð í Höllinni þannig að það má segja að það sé orðinn árlegur viðburður að Krabbavörn er með viðburð til styrktar félaginu. 

Eru margir sem koma að skipulagi? Stjórnin fékk með sér þrjá aðila sér til aðstoðar til að skipuleggja og leggja til vinnu við kvöldið en þau eru Kolbrún Rúnarsdóttir, Óskar Pétur Friðriksson og Sigmar Georgsson og langar mig að nota tækifærið hér og þakka þeim alveg sérstaklega fyrir þeirra framlag sem er alveg ómetanlegt ásamt stjórninni sem lagði sig alla fram en í henni eru Ingibjörg Brynjarsdóttir, Kristín Valtýrsdótti, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir og Guðrún Gísladóttir.  

Hefur sala á Bleiku slaufunni gengið vel? Já gríðarlega vel.  

Eitthvað að lokum? Mig langar að koma á framfæri til allra sem bæði sóttu viðburðinn og til þeirra sem styrktu Krabbavörn á einhvern hátt varðandi þennan viðburð hjartans þakkir, án ykkar væri ekki möguleiki á því að styðja við þá einstaklinga sem leita til Krabbavarnar.  

Lífið er of dýrmætt til að lifa það aðeins í draumum sínum… því langar mig að segja við ykkur með kærleikskveðju „ upplifum …njótum… verum til“ 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst