Helena Jónsdóttir sálfræðingur verður með námskeið í Visku sem ber heitið „Uppskriftin að góðri geðheilsu“ mánudaginn 7. október kl. 16:15.
Helena er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, ráðgjafar sem aðstoðar stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja við að móta stefnumótandi nálgun á geðheilbrigði. Markmiðið er að skapa og næra sjálfbæra menningu á vinnustöðum sem styður við góða geðheilsu.
Helena er klínískur sálfræðingur með yfir 25 ára reynslu á sviðum stjórnunar, nýsköpunar og sálfræðiþjónustu. Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum, unnið að umbótum í fyrirtækjamenningu og komið að ráðgjöf fyrir fjölda fyrirtækja í ólíkum greinum.
Námskeiðið gefur innsýn í hvernig hægt er að byggja upp og styrkja geðheilsu með raunhæfum og varanlegum leiðum.
Erindið sameinar:
Einfaldar aðferðir til að hlúa að eigin líðan
Hagnýta sálræna fyrstu hjálp á vinnustað
Leiðir til að skapa nærandi og uppbyggilegt vinnuumhverfi
Nánari upplýsingar á Viska.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst