Grunnskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði nemendur úr 10. Bekk í gærkvöldi. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri fór yfir veturinn í ræðu sinni og þær sérstöku aðstæður sem krakkarnir upplifðu.
„Það má segja að síðasta önnin ykkar í skólanum hafi einkennst af skrýtum tímum, heimsfaraldri sem setti stórt strik í skólagönguna. Þið þurftuð að aðlaga ykkur að fjarkennslu og fjarnámi, þið misstuð af viðburðum sem einkenna síðasta skólaárið, eins og þemadögum og starfskynningu, skólaferðalagið var með öðrum hætti, en heppnaðist vel. Sem betur fer var hægt að halda árshátíð í síðustu viku og þar sýnduð þið að ef þið takið ykkur eitthvað fyrir hendur þá gerið þið það frábærlega. Þið höfðuð ekki langan tíma til að undirbúa árshátíð en ykkur tókst að gera hana með glæsibrag hentuð upp, krýningum, 4 stuttmyndum, 2 skólahljómsveitir spiluðu, veislustjórarnir sáu um hátíðina eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað og skemmtuð ykkur og öðrum með glæsibrag. Þið tókust líka á við Covid tímann með ótrúlegri jákvæðni og dugnaði, þið lögðuð hart að ykkur við að halda ykkar striki í náminu og ég held að þið hafið komið ykkur sjálfum á óvart í leiðinni. Ykkur og foreldrum ykkar ber að hrósa fyrir þennan tíma.“
Elísa Elíasdóttir og Daníel Franz Davíðsson tóku tvö falleg lög fyrir gesti. Thelma Sól Óðinsdóttir og Dagur Einarsson fluttu ávarp útskriftarnema með glæsibrag. María Fönn Frostadóttir 9. DGÞ lauk grunnskóla á 9 árum, með framúrskarandi árangur á samræmdu prófum en veitt var sérstök viðurkenning fyrir það.
Veittar voru viðurkenningar góðan árangur í GRV.
Viðurkenningar fyrir góða ástundun og skólasókn skólaárið 2019-2020
Andri Snær Sigmarsson
Bogi Matt Harðarson
Einar Þór Jónsson
Eva Sigurðardóttir
Ingunn Anna Jónsdóttir
Símon Þór Sigurðsson
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Íslenska – Rótary gefur verðlaunin
Þóra Björg Stefánsdóttir
Stærðfræði – Íslandsbanki gefur peningaverðlaun.
Þóra Björg Stefánsdóttir
Enska – Rótarý gefur verðlaunin.
Eva Sigurðardóttir (fékk A á samræmdu í 9. bekk og í 9. og 10. bekk)
Danska – Danska sendiráðið gefur verðlaun.
Andrea Dögg Arnsteinsdóttir
Þóra Björg Stefánsdóttir
Samfélagsfræði – Rótarý gefur verðlaunin
Eva Sigurðardóttir
Náttúrufræði – Rótarý gefur verðlaunin.
Breki Einarsson
List- og verkgreinar – GRV gefur þessi verðlaun.
Bogi Matt Harðarsson – Hönnun og smíði
Unnur Birna Hallgrímsdóttir- myndmennt
Framfaraverðlaun: Karen gefur verðlaun í minningu Sigurlásar Þorleifssonar
Aron Steinar Thorarensen
Arnþór Ingi Pálsson
Dagur Einarsson
“Lokaverkefnin í ár voru fjölbreytt og skemmtileg. Það er gaman að fylgjast með nemendum í þessari vinnu, flest nutu sín vel og eru að vinna verkefni á sínu áhugasviði. Það er gaman að ljúka skólagöngunni á þennan hátt, nemendur fara stoltir og brosandi út í sumarið eftir þessa vinnu,” sagði Anna Rós.
Besta rannsóknin – Munurinn á sjálfsímynd stráka og stelpna – Amelía Dís Einarsdóttir og Elísa Elíasdóttir
Besta kynningin – Hvort kynið fremur oftar sjálfsvíg á Íslandi og af hverju? – Andrea Dögg Arnsteinsdóttir, Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir og Thelma Sól Óðinsdóttir
Flottasti básinn -Hvað mótaði golf eins og það er í dag?- Adam Smári Sigfússon, Daníel Franz Davíðsson og Karl Jóhann Örlygsson
Frumlegasta verkefnið – Hvað gerir fólk hamingjusamt? – Guðbjörg Sól Sindradóttir, Tinna Mjöll Guðmundsdóttir og Selma Rún Scheving Jónsdóttir
Flottasta heimasíðan – Hvernig hafa Brodwaysýningar þróast? – Eva Sigurðardóttir og Bertha Þorsteinsdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst