ÍBV og Valur mættust í kvöld í Olís deild karla þegar lokaleikur fyrstu umferðar fór fram. Valur sigraði leikinn 26-24 eftir að hafa verið undir nær allan tíman.
ÍBV byrjaði leikinn virkilega vel og komust í 3-0 og hélst munurinn í þremur til fjórum mörkum allan fyrri hálfleikinn en staðan í leikhléi var 14-12. ÍBV hélt áfram að leiða leikinn framan af síðari hálfleik en þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Valsmenn fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 23-20 í 23-25 og skoruðu Eyjamenn aðeins eitt mark á þessum sjö mínútum og leiknum lauk með tveggja marka sigri Vals 24-26.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 11 mörk, Einar Sverrisson 4, Nemanja Malovic 4, Magnús Stefánsson 2, Grétar �?ór Eyþórsson 2 og Kári Kristján Kristjánsson 1.