Veðurstofan varar við stormi sunnantil á landinu síðdegis og mikilli úrkomu á suðausturlandi í kvöld. Búast má við mjög hvössum vindhviðum (um og yfir 40 m/s) við fjöll suðvestantil á landinu síðdegis. Með morgninum verður hægt vaxandi suðaustlæg átt og skúrir, dálítil rigning með morgninum, en þurrt á Norðurlandi fram eftir degi. Austan og suðaustan, 18-25 m/s og úrkomumeira síðdegis, en hægari og dálítil væta norðan- og norðaustanlands.