Í dag, föstudaginn 17/12 er búist við metfjölda í hraðpróf á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum, eða yfir 200 manns. Því er hætt við að það myndist langar biðraðir. Samkvæmt skilaboðum sem fylgja strikamerki eiga allir að mæta klukkan 13:00, en við biðjum þá sem þurfa að koma í einkennasýnatökur (PCR) að koma stundvíslega klukkan 13, en þá sem koma í hraðpróf að koma milli klukkan 13:15-15:00 og koma frekar aftur ef röðin er mjög löng. Unnið er að því að breyta upplýsingum í tölvukerfum þannig að einkennasýnatökur og hraðpróf séu ekki skráð á sama tíma.
Minnum alla á að hafa strikamerkin tilbúin.
Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum lét það fylgja með að staðan á faraldrinum í Eyjum sé nokkuð góð með 10 eða færri einstaklinga í einangrun undanfarnar vikur. Fylgjast má með stöðu faraldursins á Suðurlandi inn á heimasíðu HSU.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.