Verðum að halda í það litla sem við höfum
:: Opnunartímann styttur í ljósi samdrátts :: Fólk sem betur fer ennþá að lesa
29. ágúst, 2024
Erla Halldórsdóttir, Oktawia Piwowarska og Ingunn Anna Jónsdóttir standa vaktina.

„Það kom út mikið af skemmtilegum bókum núna í vor og sumar og það er búin að vera fín bóksala hérna. Fólk er sem betur fer enn að lesa,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson. Skólarnir eru að byrja og skiptibókamarkaðurinn er kominn á fullt en þar er tekið á móti notuðum námsbókum sem kenndar eru samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu.

„Ef að krakkar koma snemma til mín þá á ég notaða bók í næstum hvert einasta fag, en svo náttúrulega klárast það bara,“ segir Erla en oft bíða nemar fram á síðustu stundu með að útvega sér bækur fyrir önnina.

Bregðast við með breyttum opnunartíma

Aðspurð segist Erla vilja að sumarið hefði gengið betur en í ljósi þess að samdráttur hefur verið  í sölu þá hefur verið ákveðið að bregðast við því og stytta opnunartímann. Frá og með sunnudeginum 25. ágúst verður lokað klukkan fimm alla virka daga og opið ellefu til þrjú á laugardögum.

„Það var þó nokkuð mikið af skemmtiferðaskipum sem sigldu framhjá í sumar en þau skipta mig  miklu máli. Dagur hjá mér er mjög góður þegar við fáum  stór skip en þá er salan góð og mikið líf og fjör. En við ætlum að skoða hvernig gengur í vetur og þá bara aukum við opnunartímann ef við sjáum að það sé allt í lagi,“ segir Erla en leiðindaveður og fækkun farþega í Herjólf spilar líka þátt í samdrættinum. Áður hefur verið greint frá að Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282 farþegum minna en fluttir voru sama mánuð árið áður.

Breytt umhverfi

Það hefur margt breyst í verslunarumhverfinu síðustu ár. Eymundsson er með netverslun og margir sem nýta sér það. „Fyrirtæki senda mér póst/hringja og ég kem með vörurnar til þeirra. Ef að við ætlum að halda verslunum í Vestmannaeyjum þá er svo mikilvægt að fyrirtæki og Eyjafólk versli við okkur,“ segir Erla sem er þakklát fyrir sína tryggu viðskiptavini. „Mörg fyrirtæki í Eyjum hafa staðið við hlið mér og þeir hjá Pennanum hafa verið mjög skilningsríkir með að láta þetta ganga,“ segir Erla en bætir við að það þurfi að ganga mikið betur en það gerði í sumar.

Væri enginn bær án verslana

„Það er einlæg ósk mín að verslun haldist í Eyjum um ókomna tíð. Bærinn væri frekar litlaus án þeirra,“ segir Erla að endingu.

Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst