Verðum í Eyjum í fyrramálið
Dagurinn hófst snemma og var búið að kasta nótinni um kl 5:30 í morgun, nokkrum köstum,mörgum tonnum og tólf tímum síðar lögðum við af stað heim til Eyja með fullfermi af hrognafullri loðnu sem aldrei fyrr.að ég tel. Svo það er stuð á Álseyjar peyjum þessa dagana og hefur gengið býsna vel að þræla sig í gengum ólgusjó á leið á miðin. �?á fengið veður fyrir veiði með kallinn í stuði í brúnni á miðunum. En sem fyrr þá var talsverð kvika eftir allar þessar þráðlátu brælur. En þetta gekk vel í dag það þrátt fyrir það sem betur fer . En ekki frétt það er von á enn einni brælunni og það strax í kvöld svo tíminn var vel nýtur og við náum vonandi að koma okkur heim í skjól fyrir mesta hvellinn. En af líkum þá ættum við að vera í Eyjum í fyrramálið frá svona átta ef allt er eðlilegt. Svo það er áfram líf og fjör í Eyjum við vinnu á vöktum í hrognakreistingu , Svo gott í bili héðan frá Álsey á heimleið í miðjum Faxaflóa.
Kristó …
Á myndinni: Fullir og glaðir með það eina ferðina enn;) með Heimaey VE 1 í baksýn

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.