Helga Sigrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, læsisfræðingur og aðstoðarkona hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar kynnti fyrstu niðurstöður úr mælingum í tengslum við Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið.
Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á milli fyrirlagna. Í september lásu 58,3% nemenda orð og 29,2% setningar en í janúar gátu 93,8% lesið orð og 78,3% setningar.
Í niðurstöðu um málið þakkar ráðið kynninguna og lýsir yfir ánægju með fyrstu niðurstöður mælinga. Ráðið hlakkar til að fylgast með frekari framvindu verkefnisins.
Meirihluti E- og H- lista fagnar í bókun sinni, þeim mikla krafti og metnaði sem er í öllu skólasamfélaginu í Vestmannaeyjum, sem meðal annars kemur fram í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann. Stefnan er að vera í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Þetta öfluga starf verður ekki til án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang í Vestmannaeyjum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.