Lið Vestmannaeyja, skipað þeim Gunnari Geir Gunnarssyni, Gunnari K. Gunnarssyni og Sædísi Birtu Barkardóttur, hafði betur gegn liði �?ingeyjarsveitar í �?tsvari síðustu helgi en lokastaðan var 82 stig gegn 70. Nú er liðið búið að vinna tvær viðureignir og komið í átta liða úrslit keppninnar en í þeim sporum hefur Vestmannaeyjabær aldrei verið í áður. Sveitafélögin sem komin eru í átta lið úrslitin eru þá Kópavogur, �?lfuss, Hafnarfjörður, Fjarðabyggð, Grindavík, Akranes og Vestmannaeyjar. Um helgina keppast síðan Hornfirðingar og Mosfellingar um síðasta sætið í pottinum. Blaðamaður hafi samband við Sædísi Birtu, sem er í fyrsta skiptið að taka þátt í �?tsvarinu, og spurði hana nánar út út í viðureignina gegn �?ingeyjarsveit og framhaldið í keppninni.
Hvernig er að vera komin áfram í þriðju umferð �?tsvarsins? �??�?að er afskaplega skemmtilegt því þetta er víst í fyrsta sinn sem Vestmannaeyjabær kemst svona langt, gaman að vera partur af þeim árangri,�?? segir Sædís.
�?ið voruð allan tímann sterkari aðilinn í viðureigninni en nokkur spenna færðist í leikinn í stóru spurningunum. Höfðuð þið einhverjar áhyggjur af sigrinum? �??Já, ég var nú orðin pínu stressuð þegar þau svöruðu tveimur 15 stiga spurningum í röð og allt í einu var munurinn tvö stig en ekki 22. En þetta hafðist allt að lokum sem er auðvitað bara frábært,�?? bætir Sædís við og segir að þau í liðinu nái vel saman. �??Við þekkjumst náttúrulega mjög vel, ég og Gunnar Geir erum systkinabörn og þeir svo feðgar þannig ég hef þekkt þá alla ævi. �?að er mikið spilað í minni fjölskyldu og mikið keppnisskap svo ég myndi segja að liðsheildin væri nokkuð góð hjá okkur.�??
Skiptið þið niður á ykkur einhverjum áhersluatriðum við undirbúninginn? �??Ekki beint en Gunnar Geir tók t.d. á sig að rifja upp höfuðborgir og staðreyndir um Bandaríkin en ég tók á mig norræna og gríska goðafræði, óheppni að sú 15 stiga spurning lenti hinum megin í þetta skipti en vonandi fáum við bara svoleiðis spurningu næst. Annars er mjög erfitt að lesa spurningahöfundinn, spurningarnar fara um víðan völl. Við lágum einnig öll yfir fréttunum í aðdraganda keppninnar og æfðum leikinn saman,�?? segir Sædís.
Eigið þið ykkur einhver draumamótherja í næstu umferð? �??Nei, í rauninni ekki, það var ótrúlega gaman að mæta �?ingeyjarsveit, þau eru öll svo hress þannig að okkur fannst öllum afar gaman að keppninni síðasta föstudag. Vonandi mætum við einhverjum sem við getum skemmt okkur með aftur og jú, vonandi unnið líka!,�?? segir Sædís að lokum.