Fimmtu Eyjatónleikarnir, sem oft hefur verið sagt að séu stærstu árgangs- og ættarmót í Evrópu, munu fara fram í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 23. janúar næstkomandi. �?að eru hjónin Bjarni �?lafur Guðmundsson og Guðrún Mary �?lafsdóttir sem standa fyrir tónleikunum. Listamennirnir sem fram koma að þessu sinni eru þeir Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Ragnheiður Gröndal, Magni Ásgeirsson, Eyjólfur Kristjánsson, Kristján Gíslason, Sísí Ástþórsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Íris Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, �?óra Gísladóttir og Júníus Meyvant. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Nielsen á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Jón Elvar Hafsteinsson á gítara, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Sigurður Flosason á saxofón, flautur og slagverk, Ari Bragi Kárason á trompet og Eyjólfur Kristjánsson á gítar, undir dyggri stjórn �?óris �?lfarssonar.
Eyjafréttir ræddu við Bjarna �?laf sem teflir fram vaskri sveit tónlistarmanna enn einu sinni og Eyjamenn eiga þarna sína fulltrúa.
�??Já, mér hefur alltaf fundist skipta miklu máli að Eyjamenn eigi sína fulltrúa á þessum tónleikum og að fólk fái tækifæri til að koma fram í þessu stórkostlega tónlistarhúsi, en mér finnst líka skipta máli að við fáum okkar reyndasta og besta tónlistarfólk til að koma að tónleikunum og það verður að segjast eins og er að þeir hafa tekið ótrúlega vel í að vera með í þessu verkefni okkar, eins og fyrri tónleikar eru besta vitnið um. Í ár erum við með marga frábæra fulltrúa úr Eyjum eða sem tengjast Eyjunum. Biggi Nielsen og Eiður Arnars eru fulltrúar Eyjamanna í þessari frábæru hljómsveit. Síðan voru þrjár frábærar söngkonur með okkur í fyrra, þær Íris Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Snorradóttir og �?óra Gísladóttir, sem komu þá fram sem hluti af Gospelkórnum. Í ár ákváðum við hins vegar að fá bara þær þrjár og Kristján Gíslason til að sjá um bakraddir og jafnvel smá fjöldasöng ef stemming er fyrir því í Eldborgarsal Hörpu þetta kvöld. �?ess má geta að Kristján Gísla ólst upp í Eyjum til 12 ára aldurs og er sonur Gísla Kristjánssonar skipstjóra og Díu Ragnarsdóttur.
Föðurbróðir hans er Baldvin Kristjánsson, fyrrum aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Í hópinn okkar hefur svo bæst við frábær söngkona sem ég hafði reyndar velt lengi fyrir mér að fá í þetta verkefni, en það er hún Sísí Ástþórs, sem var að slá svo rækilega í gegn í The Voice. Hún er frábær söngkona og vonandi verða þessi tvö verkefni til þess að hjálpa henni enn frekar. Svo kemur sonur Kristjáns Gísla, hann Gunnar Hrafn og bræðir væntanlega einhver hjörtu. �?etta er strákur sem er öllu vanur þrátt fyrir ungan aldur og á auðvitað ættir sína að rekja til Eyja í gegnum pabba sinn.
Síðast en ekki síst er það síðan sérstakur gestur okkar á tónleikunum í ár, en það er Júníus Meyvant, öðru nafni Unnar Gísli Sigurmundsson. Við Unnar vorum nú saman í löndun í fyrra eða lok árs í hitteðfyrra. �?etta er auðvitað algjör snillingur og hafði ég ekki hugmynd um það þá að ég væri að vinna með verðandi poppstjörnu. En Unnar Gísli mun koma fram með hljómsveit sinni, sem er að stórum hluta skipuð bræðrum hans, þannig að eyjalegra getur það nú varla orðið. Júníus Meyvant er að gera alveg frábæra hluti og gæti innan skamms tíma verið búinn að meika það út í hinum stóra heimi. Hann er ótrúlega mikill listamaður og sennilega einn besti lagahöfundur okkar í Eyjum frá því að Oddgeir Kristjánsson var og hét. Tónlist hans er kannski langt frá hinum hefbundnu þjóðhátíð og þjóðhátíðarlögunum okkar, en hvað væri lífið án fjölbreytileikans?�?? sagði Bjarni �?lafur.
�?eir sem áhuga hafa eru hvattir til að tryggja sér miða í tíma á tix.is eða á harpa.is eða í miðasölu Hörpu í síma 528-5050. �?að er alveg óhætt að mæla með þessari skemmtun fyrir þá sem ekki hafa enn komið á hana og benda má á að miðar á þessa tónleika eru frábær jólagjöf fyrir pabba og mömmu og afa og ömmu, já og kannski þá yngri líka.