Við erum öll almannavarnir

Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða:

  • Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700.
  • Í neyðartilfellum hringja í 112.
  • Þeir sem leita til heilsugæslu eru hvattir til að koma án fylgdarmanns nema nauðsyn krefji.
  • 2 metra reglan ítrekuð og að allir hugi að eigin hreinlæti og mikilvægi handþvottar og sprittunar.
  • Vegna verslunarmannahelgar verður húsið lokað frá fimmtudagskvöldi til þriðjudagsmorguns. Ef læknishjálpar óskast þarf að hringja í 1700.
  • Heimsóknartími á sjúkradeildinni er milli 14:30-15:30. Undantekningar eru gerðar við sérstök tilefni og þarf að ræða það við deildarstjóra eða vaktstjóra. Síminn á deildinni er 432-2600.
  • Áfram er aðeins leyfður einn í heimsókn á dag. Það er á ábyrgð aðstandenda hver komi í heimsókn og því mikilvægt að aðstandendur tali sig saman.
  • Mikilvægt að koma ekki á sjúkradeildina ef einkenni covid gera vart við sig eða viðkomandi hafið verið erlendis síðustu tvær vikur.

Við erum öll almannavarnir.
Þökkum tillitsemina.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.