Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er gert og þegar svo ber undir hlýnar mér um hjartarætur.
Stundum kemur hrósið líka úr ólíklegustu átt, stundum frá fólki sem ég hefði hreinlega aldrei búist við að hrósaði mér fyrir mín störf og það sem ég hef staðið fyrir. En nú ber einmitt svo undir að varabæjarfulltrúi úr liði hinna svokölluðu andstæðinga sér ástæðu til þess að lýsa nokkrum af þeim mörgu afrekum sem ég á minn þátt í.
Líkt og í félagsvist stendur sá alltaf vel að vígi sem hefur trompin á hendi. Ég get hér nefnt nokkur sem hefur verið spilað út á síðustu tveimur árum:
Reyndar finnst mér varabæjarfulltrúinn gera hálf lítið úr þætti aðalmanna sinna í bæjarstjórn sem samþykktu í haust fjármagn, bæði í umhverfisstefnu sem og í uppbyggingu sprota- og nýsköpunarstarfsemi á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Ég ætla þó ekki að gera mikið úr því, að minnsta kosti ekki á þessum vettvangi en eitt vil ég þó leiðrétta; meirihlutinn sem trompar hvað eftir annað þann gamla hefur aldrei staðið í vegi fyrir rekstri sveitarfélagsins á Herjólfi. Bæjarstjórn hefur ávallt staðið saman í þeim málaflokki og því leitt ef varabæjarfulltrúar ætla sér að reka fleyg í þá góðu samvinnu.
Ég heyri víða ánægjuraddir með rekstur og stjórnun bæjarins. Trompin eru þó enn fjölmörg á hendi og þeim verður spilað út gagngert til þess að veita íbúum í Vestmannaeyjum, ungum sem öldnum, góða þjónustu, að minnsta kosti næstu tvö árin.
Njáll Ragnarsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst