Við munum halda áfram að trompa!
20. maí, 2020
Bæjarstjórn ásamt nefnd vegna 100 ára afmælis kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar. Frá vinstri, Elís Jónsson, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Njáll Ragnarsson, Hrefna Jónsdóttir, Stefán Óskar Jónasson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson, Angantýr Einarsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Kári Bjarnason.
Njáll Ragnarsson

Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er gert og þegar svo ber undir hlýnar mér um hjartarætur.

Stundum kemur hrósið líka úr ólíklegustu átt, stundum frá fólki sem ég hefði hreinlega aldrei búist við að hrósaði mér fyrir mín störf og það sem ég hef staðið fyrir. En nú ber einmitt svo undir að varabæjarfulltrúi úr liði hinna svokölluðu andstæðinga sér ástæðu til þess að lýsa nokkrum af þeim mörgu afrekum sem ég á minn þátt í.

Líkt og í félagsvist stendur sá alltaf vel að vígi sem hefur trompin á hendi. Ég get hér nefnt nokkur sem hefur verið spilað út á síðustu tveimur árum:

  • Við trompum fyrri meirihluta í umhverfismálum með því að hefja vinnu við metnaðarfulla umhverfis- og auðlindastefnu m.a. til verndar náttúrunni þannig að komandi kynslóðir geti notið ósnortinnar fegurðar Eyjanna okkar
  • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólunum þar sem markvisst er unnið að því m.a. með snemmtækri íhlutun að tryggja að allir nemendur fái tækifæri til náms og þá aðstoð sem þeir þurfa til þess að geta vaxið og dafnað í skólunum
  • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við fólk af erlendu bergi til þess að það geti með sem bestum hætti komist inn í samfélagið okkar og tekið þátt í uppbyggingu þess og framþróun
  • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við börn og barnafjölskyldur með því að efla starfsemi frístundaversins, bjóða öllum ungmennum sumarstörf, búa til fleiri leiksvæði í hverfum bæjarins og endurvekja bráðnauðsynlega stöðu æskulýðs- og íþróttafulltrúa
  • Við trompum fyrri meirihluta í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi með því að leggja til að búa til aðlaðandi aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki og vinna þannig að því að auka fjölbreytni atvinnulífsins í bænum
  • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við eldri borgara til að mynda með heilsueflingu sem notið hefur svo mikilla vinsælda að færri komast að en vilja

Reyndar finnst mér varabæjarfulltrúinn gera hálf lítið úr þætti aðalmanna sinna í bæjarstjórn sem samþykktu í haust fjármagn, bæði í umhverfisstefnu sem og í uppbyggingu sprota- og nýsköpunarstarfsemi á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Ég ætla þó ekki að gera mikið úr því, að minnsta kosti ekki á þessum vettvangi en eitt vil ég þó leiðrétta; meirihlutinn sem trompar hvað eftir annað þann gamla hefur aldrei staðið í vegi fyrir rekstri sveitarfélagsins á Herjólfi. Bæjarstjórn hefur ávallt staðið saman í þeim málaflokki og því leitt ef varabæjarfulltrúar ætla sér að reka fleyg í þá góðu samvinnu.

Ég heyri víða ánægjuraddir með rekstur og stjórnun bæjarins. Trompin eru þó enn fjölmörg á hendi og þeim verður spilað út gagngert til þess að veita íbúum í Vestmannaeyjum, ungum sem öldnum, góða þjónustu, að minnsta kosti næstu tvö árin.

 

Njáll Ragnarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst