Viðbótarmiðar á seinni tónleikana og enn nóg af miðum á fyrri tónleikana

Áhugi á stórtónleikunum í boði Vestmannaeyjabæjar á föstudagskvöldið hefur farið fram úr björtustu vonum. Sérstaklega á tónleikana kl. 21.00 og er svo komið að allir miðar sem farnir voru í dreifingu eru búnir þrátt fyrir að bætt hafi verið við miðum. Vegna ásóknar hefur afmælisnefndin ákveðið að setja alla miðana á seinni tónleikana í dreifingu. Hægt verður að nálgast miða í Íþróttamiðstöðinni frá kl. 17.00 á morgun, miðvikudag. Engir miðar verða því í boði við dyrnar á seinni tónleikana á tónleikadegi eins og áður var búið að tilkynna.

Meira er eftir af miðum á fyrri tónleikana kl. 18.00 , en vakin er athygli á að um er að ræða sömu dagskrá. Það ætti því ekki að skipta máli á hvora tónleikana er farið. Stemningin verður frábær á báðum tónleikunum. Miðar á fyrri tónleikana fást afhentir í Íþróttamiðstöðinni, Eldheimum og Safnahúsi. Er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.

Vestmannaeyjabær býður á tónleikana –  enginn aðgangseyrir

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.