Víðir aftur til ÍBV
Víðir Þorvaldsson Mynd:ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni.

Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í yngri flokkum og meistaraflokki. Samtals á Víðir 295 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV, Fylki, Stjörnuna, Þrótt R. og KFS, í þeim hefur hann skorað 65 mörk. Flestir eru leikir hans í efstu deild en þeir eru 140 og þar hefur hann skorað 22 mörk. Víðir var meðal annars hluti af sterku liði ÍBV 2012 sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.

“Reynsla Víðis á eflaust eftir að reynast ÍBV vel í sumar og býður knattspyrnuráð Víði velkominn til félagsins á nýjan leik,” segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.