Matfiskaeldisstöð Laxeyjar í Viðlagafjöru er farin að taka á sig mynd. Stefnt er á að stöðin muni framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári þegar uppbyggingunni lýkur. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar, segir á heimasíðu Laxeyjar.
Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir framkvæmdasvæðið í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst