Viðvaranir gefnar út
snjokoma_tms
Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum. Eyjar.net/TMS

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði.

Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. janúar kl. 12:00 og gildir hún til kl. 19:00.

Í viðvörunartexta fyrir Suðurland segir: Gengur í vestan 15-23 með dimmum éljum. Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst.

gular_vidv_300124
Skjáskot/vedur.is

Suðurland

Suðvestan 8-18 m/s og éljagangur, hvassast í éljahryðjum. Hægari um tíma í fyrramálið en vestan 15-23 með dimmum éljum eftir hádegi á morgun og fram á kvöld. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 30.01.2024 09:39. Gildir til: 01.02.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Hægari um kvöldið og allvíða rigning eða slydda undir miðnætti.

Á föstudag:
Gengur í suðvestan 15-25 og kólnar með éljum, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig síðdegis.

Á laugardag:
Snýst í norðan og norðvestan 5-15 m/s, en suðvestan 15-23 sunnantil fram eftir degi. Víða él og frost 0 til 9 stig.

Nánar um veðrið.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.