ÍBV mætir Víkingi á Hásteinsvelli í dag klukkan 17:00 þegar 6. umferð Pepsi deildar karla hefst. Víkingar sitja í áttunda sæti deildarinnar með sex stig en ÍBV er á botninum með eitt. Í síðustu umferð mætti ÍBV, KR þar sem KR hafði betur 1-0. Víkingar töpuðu líka í síðustu umferð en það var gegn Leikni, 2-0. Bæði lið vilja því eflaust hefna fyrir síðustu umferð og leggja allt sitt í að krækja í þrjú stig. Lið Víkings er komið til Eyja og leikurinn fer því fram á réttum tíma.