Vilberg kökuhús, sem rekur bakarí bæði í Vestmannaeyjum og á Selfossi, gaf á dögunum 3600 súpurúnnstykki til Mæðrastyrksnefndar. „Eigendur Vilbergs og allir Eyjamenn eru minnugir þess þegar gosið gekk yfir eyjarnar 1973. Þá stóð öll þjóðin sem einn með Eyjamönnum. Það er gaman að geta gefið til baka, brot af því sem sem okkur var gefið,“ segir í fréttatilkynningu frá eigendum Vilbergs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst