„Þetta eru náttúrlega þvílík forréttindi að vinna við að mæta á æfingu, hlaupa eins og fífl og sparka í fótbolta. Ég held að þessi ánægja sem maður fær út úr því fari aldrei úr mönnum með gott keppnisskap,“ segir Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Portsmouth í Englandi, sem skrifaði á dögunum undir nýjan eins árs samning við félagið.