Vilja að bærinn borgi
Skemmd vatnslögn_minni
Hér er mynd sem sýnir öll lögin af lögninni ágætlega og hvernig skemmdirnar hafa farið með lögnina. Hún er löskuð á fleiri stöðum. Ljósmynd/aðsend

HS Veit­ur hafa óskað eft­ir því að Vest­manna­eyja­bær leysi til sín vatns­veit­una í Vest­manna­eyj­um.

Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is í dag. Þar segir jafnframt í svari HS Veitna til Morgunblaðsins að Vest­manna­eyja­bær beri ábyrgð á lögn­inni og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirn­ar. Þá ábyrgð hafi bær­inn ekki axlað og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi þeirr­ar af­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins sé það mat HS Veitna að rekstr­ar­for­send­ur vatns­veit­unn­ar séu brostn­ar.

Þá segir að frá því Hug­inn VE hafi ollið stór­tjóni á vatns­lögn­inni í nóv­em­ber hafi HS Veit­ur ít­rekað lagt áherslu á að Vest­manna­eyja­bær beri ábyrgð á lögn­inni sem eig­andi og sé þannig skylt að koma að greiðslu kostnaðar við að koma lögn­inni í not­hæft ástand.

Seg­ir ennfremur í frétt mbl að fyr­ir liggi lög­fræðileg álits­gerð sem unn­in var fyr­ir innviðaráðuneytið þar sem kom­ist er að sömu niður­stöðu.

HS Veit­ur vænta þess að viðræður milli aðila hefj­ist fljót­lega, en tekið er fram að fram­an­greint hafi ekki áhrif á þann rekst­ur og ekki er gert ráð fyr­ir fækk­un starfs­manna.

Haft er eftir Írisi Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í umfjölluninni að hún ekki hafa fengið er­indi HS Veitna inn á borð til sín, þegar rætt var við hana um miðjan dag í gær.

Nánar má lesa um málið hér.

https://eyjar.net/agreiningur-um-skyldur-og-abyrgd/

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.