Enski miðjumaðurinn George Baldock hefur heldur betur staðið fyrir sínu í liði ÍBV í sumar. Baldock, sem er aðeins 19 ára gamall, var lánaður frá enska C-deildarliðinu MK Dons en Baldock hefur alls leikið 11 leiki fyrir ÍBV í sumar og skorað eitt mark. 9. ágúst næstkomandi rennur hins vegar lánssamningurinn út en Eyjamenn binda vonir við að halda Baldock aðeins lengur.