Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga
13. febrúar, 2025
Jens Garðar Helga­son ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem ég skora á Alþingi Íslendinga og ráðherra samgöngumála að skoða alvarlega stofnun Jarðgangafélags Íslands, að fyrirmynd Færeyinga.

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár.

Hann sagði að forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar sem sé undirstaða velferðarríkisins Íslands, sé viðhald og áframhaldandi fjárfesting í samgönguinnviðum, þar með talið jarðgöngum.

Verður ekki gert nema að við förum að hugsa út fyrir boxið

„Þessa kyrrstöðu verður að rjúfa, og það verður ekki gert nema að við förum að hugsa út fyrir boxið. Það er nefnilega merkilegt að sjá, að á meðan hér hefur ekki verið stungið niður skóflu í fimm ár, að þá eru frændur okkar og nágrannar, Færeyingar, á fullri ferð með að tengja eyjarnar saman með jarðgöngum.

Hvernig stendur á því, að 55 þúsund manna þjóð, getur byggt hver jarðgöngin á fætur öðrum á meðan að hér á Íslandi hreyfist ekki neitt. Jú, frændur okkar hugsuðu út fyrir boxið. Í Færeyjum er sérstakt gangafélag, Tunnil P/F, sem er í opinberri eigu. Þetta félag heldur utan um allan rekstur jarðganga í Færeyjum ásamt því að bjóða út og fjármagna framkvæmdir. Samkvæmt mínum upplýsingum eru jarðgöng í Færeyjum mikið til fjármögnuð með hagstæðum lánum frá erlendum lífeyrissjóðum. Lánin eru til 60 – 80 ára og það er gjaldskylda í öll göng og einn passi gildir fyrir þau öll.

Á komandi vikum mun ég leggja fram þingsályktunartillögu þar sem ég skora á Alþingi Íslendinga og ráðherra samgöngumála að skoða alvarlega stofnun Jarðgangafélags Íslands, að fyrirmynd Færeyinga.  Með nýrri nálgun getum við rofið kyrrstöðuna.” sagði Jens Garðar í ræðustól Alþingis í gær.

Undanfarið hafa fleiri stigið fram með áþekkar hugmyndir um slíkar fjármagnanir og hafa Eyjafréttir fjallað um þær. Má þar nefna hugmynd Páls Scheving sem hann sendi í samráðsgátt stjórnvalda um að gera lífeyrissjóðum landsins kleift að fjármagna vegakerfið og innheimta á móti vegtolla. Ámóta hugmyndir komu einnig frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst