Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar á verkefninu “Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum” var rætt og hugmynd að áframhaldandi samningi kynnt.
Núverandi samningur rennur út í lok ágúst og óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki ráðsins fyrir að endurnýja hann til næstu tveggja ára.
Í afgreiðslu ráðsins segir að fjölskyldu- og tómstundaráð lýsi yfir ánægju sinni með verkefnið og hugmyndir sem lagðar hafa verið fram að áframhaldandi samningi. Ráðið fól framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að vinna að endurnýjun á samningi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst