Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS.
Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS.
,,Það er mjög ánægjulegt að geta stutt við starf KFS áfram, og gaman að fylgjast með þessum ungu strákum blómstra,” Sagði Andrea Atladóttir sem skrifaði undir samningin fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar.
Það var vel við hæfi að Jakob Möller skrifaði undir samninginn fyrir hönd KFS, Jakob lauk nýverið störfum sökum aldurs eftir áratuga starf fyrir Vinnslustöðina.
,,Það er gaman að vera nú kominn í nýtt hlutverk og hjálpa til hjá KFS, fylgjast með þessum ungu strákum sem eru flottir Eyjapeyjar.” Sagði Jakob.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.