Vinnslustöðvarloðna í japönskum sjónvarpsfréttum

Ferska loðnan, sem Vinnslustöðin flutti flugleiðis til Japans í kynningarskyni, komst alla leið í aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvarinnar ANN í gær. Hér er fréttin eins og hún birtist Japönum.

Fremstur í flokki við kynningu á gólfi risaverslunar í Tókýó var Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan (og Eyjapeyi). Hann hafði með sér Kitayama, sölustjóra VSV í Japan, og sömuleiðis sjálfan aðstoðarforstjóra verslunarkeðjunnar AEON (hún rekur 19.300 verslanir um þvert og endilangt Japan með 570.000 starfsmönnum!).

Fleiri sjónvarpsstöðvar, vefmiðlar og dagblöð hafa gert loðnumálinu skil. Því er engum blöðum um að fletta að kynningin heppnaðist framar björtustu vonum á þessum gríðarlega mikilvæga markaði fyrir loðnuafurðir. Viðbrögðin eru líka í samræmi við það.
Fyrir áhugasaman má finna Japönsku fréttina HÉR!

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.