Virkilega ánægður með karakterinn í strákunum - myndir

ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Coka cola bikarsins í gærkvöld þar mæta þeir Stjörnunni og fer fram á laugardaginn klukkan fjögur.
“Þetta var hörku leikur í gær og ég var virkilega ánægður með karktreirinn í strákunum. Þetta var akkúrat eins og viðureignir ÍBV og Hauka eiga að vera,” sagði Kristinn Guðmundsson annar þjálfara ÍBV í samtali við Eyjaféttir. “Við áttum full af tækifærum á því að klára þennan leik en Haukarnir eru með hörku lið og neituðu að gefast upp. Auðvitað getum við sjálfum okkur um kennt að hafa ekki klárað þetta á meira sannfærandi hátt en það verður ekki spurt af því þegar upp er staðið. Framundan er hörku úrslitaleikur við sterkt lið Stjörnunnar sem sýndi það í gærkvöld að þeir eru til alls líklegir,” sagði Kristinn.

Miðasala á úrslitaleikinn gegn Stjörnunni er hafin inn á www.tix.is/ibv. Innkoman af þessari sölu fer beint til ÍBV en svo verða miðar til sölu á Ölver á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag.

Boðið verður upp á rútuferð á úrslitaleikinn og miðast hún við Herjólfsferð frá Eyjum kl. 7.00 í Þorlákshöfn (9.30 ef siglt er í Landeyjahöfn) og heim aftur kl.20.45.
Skráning og nánari upplýsingar má sjá hér. Herjólfur bíður svo þeim sem eiga bókað í rútuna frítt í skipið.

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.