Í samtali við Eyjafréttir á dögunum sagði Gunnar Heiðar �?orvaldsson, spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV, að honum litist bara vel á komandi tímabil. �??�?að er fínn andi í hópnum, allir staðráðnir í að gera betur en síðustu ár sem hafa einkennst af botnbarátta. Næstu skref verða að byggja upp lið sem hefur burði til þess.�??
Ertu ánægður með hópinn eins og staðan er í dag? �??Já, ég er mjög ánægður með hann, margir mjög góðir leikmenn. �?etta eru líka flottir peyjar sem vilja æfa og verða betri. �?eir hlusta á reynslumeiri leikmenn og þjálfara sem vilja hjálpa þeim. Á þessum tíma eru samt sem áður öll lið að horfa í kringum sig en auðvitað viljum við byggja upp lið á uppöldum leikmönnum en því miður neyðumst við til að líta á leikmenn upp á landi eða út fyrir landsteinana.
Mér skilst að það eru ekki nema sjö til tólf peyjar að æfa með þriðja flokki karla, eitthvað svipað í fjórða flokki karla. �?etta er náttúrulega grátleg þróun, þannig að við erum að fara sjá það að þegar þessir peyjar eru komnir með aldur að fara spila með meistaraflokki þá eru kannski einn til þrír leikmenn sem komast í hópinn. �?annig að þá þurfum við að fara finna peyja uppi á landi sem hafa metnað og getu til að verða Pepsí-deildar leikmenn (eða eitthvað meira) eða leita út fyrir landsteinana.
�?etta er náttúrulega mjög döpur þróun, því miður. Við höfum frábæra aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hérna í Eyjum, bæði á veturna og á sumrin. Við ættum að geta framleitt landsliðsmenn og konur á fimm ára fresti að mínu mati. Ef einhver einstaklingur hefur áhuga á að verða landsliðsmaður eða kona í framtíðinni þá hefur hann/hún góða möguleika á því, allavega aðstöðulega séð. En svo er alltaf spurning um metnað og fleira sem spilar inní,�?? segir Gunnar Heiðar.
Hvernig kom það til að þú yrðir spilandi aðstoðarþjálfari? �??Stjórnin spurði mig hvort ég hefði áhuga og eftir að hafa velt því fyrir mér vildi ég taka fund með Kristjáni, sjá hvort hann vildi fá mig í þetta. Hann hafði mikinn áhuga og hafði nefnt það af fyrra bragði við stjórnina og eftir fundinn sá ég að það væri vel hægt að vinna með honum. Við erum með svipaðar hugmyndir þannig mér fannst um að gera að kýla á þetta, svo er maður líka farinn að pæla í því hvað tekur við eftir ferilinn,�?? segir Gunnar Heiðar og bætir við að allir möguleikar séu opnir.
�??Eins og ég segi þá er allt opið og fer í raun bara eftir því hvernig þetta gengur, svo er ég líka í námi hérna í Eyjum og gaman væri að geta fengið vinnu hérna í Eyjum því tengdu en þetta á allt eftir koma í ljós.�??
Eigum fína möguleika
Lengjubikarinn hefst laugardaginn 18. febrúar og mætir ÍBV Fjölni í fyrsta leik. Hvernig metur þú möguleikana þar? �??Bara fína held ég. �?að eru öll lið á sama stað á þessum tímapunkti og vilja gefa ungum leikmönnum sénsinn í svona leikjum. Svo er það spurning hvort þeir taki sénsinn og komi sér inn í hópinn fyrir Pepsí-deildina. �?g hef bara séð einn leik með liðinu sem var gegn Skaganum og fannst mér ungu leikmennirnir, sem og hinir, koma vel út. Svo er vonandi að maður sjálfur fái jafnvel nokkrar mínútur loksins, geta hjálpað aðeins til inni á vellinum,�?? segir Gunnar sem hefur þurft að glíma við meiðsli í rúmt ár.
�??�?g hitti læknana mína í desember og þá var málið krufið til mergjar og vonandi er ég að verða góður í eitt skipti fyrir öll. Vonandi að maður nái að taka eitt almennilegt tímabil með ÍBV áður en maður hættir,�?? segir Gunnar Heiðar að endingu.