Núna á sunnudaginn þann 24. apríl verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Sunnudagaskólasöngurinn og sagan verða á sínum stað en einnig munu þátttakendur í Kirkjustarfi fatlaðra syngja lag og Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács flytja sálma. Sr. �?rsúla Árnadóttir mun leiða stundina ásamt Gísla Stefánssyni og Jarli Sigurgeirsyni sem munu munda gítarana.
Að stundinni lokinni verður öllum vorhátíðargestum stemmt út og þar boðið upp á leiki fyrir börnin og grillaðar pulsur sem eru að sjálfssögðu reiddar fram að sóknarnefnd Landakirkju eins og vant er. �?að skal taka skýrt fram að ekki verður boðið upp á grillaðar pylsur því svoleiðis er nátturulega ekki til eins og flestir vita.