Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd
5. ágúst, 2025
Mynd: Bent Marinósson.

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni:

Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir,

Mynd: Bent Marinósson.

Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú Þjóðhátíð sem síðast rennur mér úr minni. Þetta árið eru það ekki brennan, brekkusöngurinn eða blysin sem standa upp úr – heldur samtakamáttur þessa samfélags sem við eigum hér í Vestmannaeyjum. Þá er ég ekki að tala um húsin, heldur huga okkar og hjörtu.

Þvílíkt grettistak sem unnið var hér á föstudagskvöldi, aðfaranótt laugardags og fram undir kvöld á laugardag. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.

Verkefnin fyrir sjálfboðaliðana okkar og viðbragðsaðila voru ærin yfir nóttina, og þegar þrek- og þoltankar þeirra sem unnu um nóttina voru orðnir tómir, bættist við liðsauki alls staðar að úr bænum. Fólk lagðist á eitt með okkur og kláraði það sem þurfti að gera til að gera Herjólfsdal og allt svæðið tilbúið fyrir restina af hátíðinni.

Fjölskyldur opnuðu heimili sín og buðu gestum skjól sem lentu í vandræðum. Eyjamæður og ömmur buðu fram þurrkgrindur og þvottavélar til að þurrka blautan búnað og fatnað. Þvert á samfélagið okkar var mynduð skjaldborg um velferð gesta okkar.

Lögregla og viðbragðsaðilar lýstu hátíðinni einni af þeim rólegri þegar kom að áfengisneyslu og ofbeldi, sem staðfestir að forvarnastarf okkar ber árangur.

Ég er djúpt snortinn og yfir mig stoltur þegar ég skrifa þetta. Ég gæti haldið áfram að skrifa þakkir fram á næstu Þjóðhátíð, en ég treysti því að þakklæti mitt – og allra þeirra sem með mér starfa í Þjóðhátíðarnefnd – berist til ykkar allra sem lögðust í þetta með okkur.

Þjóðhátíðarnefnd vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar innilegar þakkir – sjálfboðaliðum, björgunarsveitum, tæknifólki, tónlistarmönnum, viðbragðsaðilum og ekki síst heimafólki sem stóð vaktina í orði og á borði.

Eftir storm helgarinnar stendur eftir sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru – hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins.

Innilegar þakkir.

Fh. Þjóðhátíðarnefndar ÍBV
Jónas Guðbjörn Jónsson

Þjóðhátíðarnefndina í ár skipa:
Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður
Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV
Guðrún María Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi
Hjörleifur Davíðsson, meðstjórnandi
Jón Þór Guðjónsson, meðstjórnandi
Daníel Frans Davíðsson, meðstjórnandi
Svanur Gunnsteinsson, meðstjórnandi
Alma Ingólfsdóttir, meðstjórnandi

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.