Knattspyrnudeild ÍBV styður heilshugar þá ákvörðun KSÍ að fresta viðurreign Grindavíkur og ÍBV vegna þeirra veikinda sem hrjáð hafa leikmenn Grindvíkinga. Ljóst er að svínaflensan hefur greinst meðal leikmanna félagsins og töluverð hætta á að fleiri smitist hefði leikurinn verið spilaður. Mótanefnd KSÍ hefur með þessari ákvörðun sett skýr viðmið varðandi frestun á leikjum vegna veikinda.