Í kvöld verður Gústakvöld á Café Varmó kl. 21.00. Jóhannes Ágúst Stefánsson lést langt um aldur fram fyrr á þessu ári og nú ætla vinir hans að minnast hans í kvöld með minningardagskrá. Páll Scheving heldur tölu ásamt fleirum, og frábært tónlistafólk tekur lagið, og ljóð Gústa lesin.