„Þetta er í fljótu bragði veiðileyfagjald á Vestmannaeyjar upp á 4-4,5 milljarða. Í sjálfu sér er ekkert flókið að lýsa afleiðingunum. Það verður að óbreyttu ekki stundaður sjávarútvegur í núverandi mynd eftir að slíkt frumvarp um veiðigjald hefur tekið gildi. Fyrirtæki leggja einfaldlega upp laupana,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um afleiðingar kvótafrumvarpsins fyrir greinina.