Guðmundur Þ. B. Ólafsson, forstöðumaður Áhaldahússins sendi Eyjafréttum þessar myndir af ótrúlegri umgengni á nýja hrauninu. Við útsýninspallinn sem er gengt Ystakletti, hefur rusli verið kastað niður í hraunið. Ekki er um það að ræða að ökumaður hafi tæmt öskubakka bifreiðar því þarna er að finna heilu plastpokana af rusli, rafgeymi og jólaskraut.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst