„Rétt fyrir tónleika okkar á föstudag afhentu Gísli og Góa okkur í Lúðrasveitinni saxófón Stebba Skó. Óskar Pétur smellti af mynd við tækifærið,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi sveitarinnar.
„Stefán Sigurjónsson skósmiður eða Stebbi Skó var stjórnandi og félagi Lúðrasveitarinnar um árabil. Hann lést á síðasta ári eftir baráttu við Parkinson sjúkdóminn. Hann var holdgerfingur lúðrasveitarinnar og sinnti starfi sínu sem stjórnandi af sérstakri umhyggju og alúð.
Börn Stefáns mættu rétt fyrir tónleikana og afhentu Lúðrasveit Vestmannaeyja saxfón Stefáns að gjöf. Vilja þau með því heiðra minningu föður síns og láta arfleifð hans sem lifir í Lúðrasveitinni hljóma áfram í gegn um hljóðfæri hans. Þannig verður það hér í kvöld, því saxafónninn er á sviðinu í höndum fyrrverandi nemanda hans Andra Eyvindssonar. Það má því segja að hljómur Stefáns fái að vera með og þannig verður það áfram,“ sagði Jarl.
Á myndinni eru Gísli, Jarl, Ólafur Snorrason og Góa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst