12% aukning milli ára
farthega_opf
Um borð í Herjólfi. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

„Herjólfur flutti í maí 46.273 sem er 12% aukning miðað við maí í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um farþegafjöldann í nýliðnum mánuði. Að sögn Harðar hafa á fyrstu fimm mánuðum ársins verið fluttir 113.608 farþegar á móti 107.961 farþegum árið 2023.

Eru bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar

Hann segir siglingar til Landeyjarhafnar hafa gengið betur í maí í ár en árið á undan. „2023 var siglt 8 daga til Þorlákshafnar á móti tveim dögum í ár.“

„Næstu vikur og dagar verða spennandi hvað varðar farþegaflutninga, stórar helgar framundan og miklir flutningar í kringum fótboltamótin. Töluverð umræða hefur verið um að von sé á fækkun ferðamanna til Íslands í sumar og vorið í ferðamannaiðnaðinum hafi farið hægt af stað og tölvert hægar enn í fyrra. Við höfum ekki enn fundið fyrir því í okkar farþegatölum og erum enn bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar hér í Vestmannaeyjum.“

image001 (35)

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.