„Herjólfur flutti í maí 46.273 sem er 12% aukning miðað við maí í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um farþegafjöldann í nýliðnum mánuði. Að sögn Harðar hafa á fyrstu fimm mánuðum ársins verið fluttir 113.608 farþegar á móti 107.961 farþegum árið 2023.
Eru bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar
Hann segir siglingar til Landeyjarhafnar hafa gengið betur í maí í ár en árið á undan. „2023 var siglt 8 daga til Þorlákshafnar á móti tveim dögum í ár.“
„Næstu vikur og dagar verða spennandi hvað varðar farþegaflutninga, stórar helgar framundan og miklir flutningar í kringum fótboltamótin. Töluverð umræða hefur verið um að von sé á fækkun ferðamanna til Íslands í sumar og vorið í ferðamannaiðnaðinum hafi farið hægt af stað og tölvert hægar enn í fyrra. Við höfum ekki enn fundið fyrir því í okkar farþegatölum og erum enn bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar hér í Vestmannaeyjum.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.