Á fundinum var lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar sem kom fram að í heimsókn bæjarstjórans í þrjá yngstu bekki grunnskólans í Hveragerði hafi komið fram mjög ákveðin ábending frá nemanda í 2-�?, Jóni Lárusi Stefánssyni, um óréttlætið sem fælist í því að öll börn sem stunda grunnskólanám í Hveragerði fengu ekki ókeypis í sundlaugina Laugaskarði.
En eins og kunnugt er ákvað bæjarstjórn s.l. sumar að veita börnum og ungmennum 18 ára og yngri, búsettum í Hveragerði ókeypis aðgang að lauginni.

Jón Lárus færði sannfærandi rök fyrir máli sínu, eins og þau að þáttur �?lfusinga í byggingu sundlaugarinnar var umtalsverður. �?lfusingar voru eigendur að lauginni ásamt Hvergerðingum til skamms tíma eða þar til þeir gáfu eftir eignarhlut sinn til Hvergerðinga fyrir nokkrum árum. Síðan má bæta við að það hefur undanfarna mánuði skapað ákveðna erfiðleika að bekkjarsystkin geti ekki öll notið þeirra fríðinda að fara ókeypis í sund.

Bæjarstjóri tók í minnisblaði sínu undir rök Jóns og gerði það að tillögu sinni að bæjarráð samþykkti að öll börn sem stunda nám við Grunnskólann í Hveragerði fái ókeypis aðgang að lauginni. Auk þess öll önnur börn og ungmenni að 18 ára aldri sem búsett eru í Hveragerði.

Hveragerðisbær býður því frá og 1. desember 2006 öll börn sem stunda nám í Grunnskólanum í Hveragerði en búsett eru í �?lfusinu velkomin í sundlaugina í Laugaskarði.

Hveragerði.is