-Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir fullum stuðningi við þær hugmyndir sem fram koma í erindi Landssamtaka hjólreiðamanna varðandi lagningu hjólreiðabrauta. Sérstaklega er mikilvægt að við endurbætur og lagningu nýrra vega verði hugað að öryggi hjólreiðamanna og með því móti verði þeim gert auðveldara að nýta þennan umhverfisvæna samgöngumáta. Umferð hjólandi fólks yfir Hellisheiði og austur yfir Suðurlandsundirlendið er mikil og eykst stöðugt. �?ví hvetur bæjarráð Hveragerðisbæjar til þess að hugað verði að þessum þáttum við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Bæjarráð minnir á að í nýju aðalskipulagi Hveragerðisbæjar er gert ráð fyrir umfangsmiklu hjólreiðastígakerfi um bæjarfélagið.