Í tilefni vikunnar var börnum hér í Eyjum boðið í heimsókn á slökkvistöðina, þar sem farið var yfir helstu þætti í brunavörnum heimilisins. Einnig komu Lionsmenn færandi hendi gáfu börnunum litabækur tengdar brunavörnum heimilisins.

Í framhaldi af þessari heimsókn barnanna viljum við slökkviliðsmenn hvetja íbúa í Eyjum að yfirfara eftirfarandi: Reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Einnig er áríðandi að fjölskyldan hugleiði flóttaleið ef eitthvað kemur uppá. Við slökkviliðsmenn óskum bæjarbúum Gleðilegrar jóla og farsældar á nýju ári.