Bergur hefur verið ósáttur við framgang Vestmannaeyjabæjar varðandi bílastæði við fyrirtæki sitt og hafði hótað því að fjarlægja blómakerin ef ekki yrði bætt úr.


Forsaga málsins er sú að Bergur var afar ósáttur við þá framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að banna öll bílastæði við Bárustíg fyrr í sumar en það heftir nokkuð aðgengi að konditori Vilbergs við götuna. Áður höfðu bæjaryfirvöld fegrað svæðið í kring með blómakerjum, m.a. á lóð fyrirtækisins og með leyfi bakarameistarans. Hins vegar var hann mótfallinn banni bílastæða í götunni og því fór málið í hart.

Bergur vill með framkvæmdinni auka öryggi viðskiptavina sinna á bílastæðinu þannig að þegar framkvæmdum lýkur verður hægt að keyra út af bílastæðinu á tveimur stöðum, í stað þess að þurfa snúa bílum á þröngu bílaplaninu.