Vegna mikillar hálku rann bifreiðin út af veginum og á biðskyldumerki sem er við gatnamótin. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist lítilsháttar.

Síðar um daginn var tilkynnt um umferðarslys skammt austan við Hjörleifshöfða. �?ar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku með þeim afleiðingum að hún lenti útaf veginum og valt. �?rír voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina í Vík. Meiðsli þeirra reyndust minniháttar og var fólkið útskrifað af heilsugæslustöðinni eftir að læknir hafði kannað meiðslin.

Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var fjarlægð af vettvangi með dráttarbíl.