Engin óeðlileg vinnubrögð hafa átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa ehf. að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Deiliskipulagið hefur verið til meðferðar hjá skipulagsdeild bæjarins um all langan tíma og verið í vinnslu milli Eðalhúsa og deildarinnar.

Meirihluti B og D lista ákvað á fundi sínum þann 23.október sl. að deiliskipulagstillagan skyldi ekki verða auglýst fyrr en frestur til að leggja inn tillögur í svonefnt miðbæjarskipulag væri úti. �?ví var samþykkt á áðurnefndum meirihlutafundi að haldinn yrði aukafundur í skipulags- og byggingarnefnd þann 1. desember og þar yrði heimilað að auglýsa deiliskipulagið. Síðan yrði það staðfest í bæjarráði 7. desember og samþykkt í bæjarstjórn 13. desember 2006 og færi í auglýsingu eftir það.

Skorum við á �?orvald Guðmundsson, Margréti K Erlingsdóttur og Ármann Inga Sigurðsson sem sátu áðurnefndan meirihlutafund af hálfu B listans að staðfesta þessa yfirlýsingu okkar opinberlega. Að öðrum kosti verðum við að líta svo á að þau séu ekki merk orða sinna með því að taka þátt í þeirri frétt sem birtist á Stöð 2 þann 4. desember síðast liðinn og láta þar líta út fyrir að við undirrituð störfum óheiðarlega í bæjarstjórn Árborgar.


�?órunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Elfa Dögg �?órðardóttir
Grímur Arnarson
Ari B. Thorarensen