Þetta eru engir “nammipeningar”
7. ágúst, 2007
Í hvaða farvegi eru þessir 3.6 milljarðar sem Vestmannaeyjabær fékk fyrir Hitaveitu Suðurnesja ? Lokagreiðsla hefur þegar borist Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjabær er nú að fara yfir stöðuna.
Hvaða möguleika er verið að skoða ?
Eins og gefur að skilja var höfuð áhersla lögð fjárvörslu um leið og greiðslur bárust enda mikilvægt að ávaxta féð sem allra best á meðan farið er yfir stöðuna. Vestmannaeyjabær samdi því við viðskiptabanka um fjárvörslu til þriggja mánaða. Sveitarfélag getur ekki undir neinum kringumstæðum leyft sér að fara með fjármagn sem áhættufé og því var farin sú leið að semja um fasta innlánsvexti án nokkurrar áhættu fyrir sveitarfélagið. Að þeim samningum loknum hefur svo fyrst og fremst verið lögð áhersla á að fara yfir lánasamsetningar og uppkaupamöguleika. Sömuleiðis er horft til skuldbindinga svo sem vegna samninga um leigu á fasteignum, lífeyrissjóðs og fleira.
Er búið að ráðstafa hluta af þessu fjármagni í framkvæmdir t.d. Fjölnota Íþróttahús ?
Nei. Sem betur fer dettur ekki nokkrum manni í hug að líta sem svo á að hér sé um ”nammipeninga” að ræða sem bæjarfulltrúar geta varið til gæluverkefna. Við seljum Hitaveitu Suðurnesja bara einu sinni og höfuð áhersla verður lögð á heildar endurskoðun rekstrar. Vestmannaeyjabær vinnur eftir fjárhagsáætlun ársins og þriggja ára áætlun. Þar eru settar fram metnaðarfullar hugmyndir um framkvæmdir og viðhald, en þriggja ára áætlun er sett fram löngu áður en hugmyndir kviknuðu um að Vestmannaeyjabær myndi selja hlut sinn í Hitaveitunni. Í þriggja ára áætlun en gert ráð fyrir byggingu menningarhús, endurbótum á aðstöðu til vetrariðkunar knattspyrnu, þátttöku í uppbyggingu háskólasamfélags, uppbyggingu skipalyftu og margt fleira. Eftir þessari áætlun vinnum við og ég fullyrði að bæjarstjórn hefur til að bera metnað til að gera vel í framkvæmdum og vilji er til uppfæra samfélagið á mörgum sviðum.
Eru einhverjir sérfræðingar að skoða málin fyrir Vestmannaeyjabæ ?
Já Vestmannaeyjabær hefur hæft starfsfólk með djúpa og góða sérfræðiþekkingu á rekstri bæjarfélagsins. Hitann og þungan af þessari vinnu hafa ásamt mér borið fjármálastjóri bæjarins og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og framkvæmdarsviðs. Síðan er aðkeypt ráðgjöf þegar þörf er á.
Hver er núverandi skuldastaða Vestmannaeyjabæjar ? ´
Skuldir og skuldbindingar Vestmannaeyjabæjar eru rúmir 4 milljarðar eða rétt um milljarði meiri en salan á HS skilaði okkur. Það er því ljóst að þótt sala á hlut okkar í HS létti okkur róðurinn þá þarf áfram að gæta aðhalds og hagræðingar í rekstri. Í Vestmannaeyjum ríkir nú bjartsýni á framtíðina og þá ekki síst þar sem loks liggur fyrir ákvörðun um framtíðarsamgöngur. Við verðum því að horfa til þess að endurskipulagning létti róðurinn til lengri tíma litið. Við ætlum okkur að fjölga hér íbúum og halda áfram að veita hámarksþjónustu á öllum sviðum.
Mun þessi breyting á skuldastöðu bæjarins opna á tækifæri á atvinnumarkaðnum ?
Spurning þessi er nú flóknari en svo að hægt sé að svara henni með stuttu svari á fullnægjandi máta en ég er tilbúinn til að ræða sérstaklega við ykkur um atvinnumarkaðinn hvenær sem er. Hlutverk Vestmannaeyjabæjar á atvinnumarkaði er svo margþætt. Til dæmis er Vestmannaeyjabær langstærsti atvinnurekandinn í Eyjum og til marks um fjölda starfsmanna þá voru gefnir út 718 launaseðlar hjá launadeild Vestmannaeyjabæjar núna um mánaðarmótin. Hvað atvinnumarkaðinn í heild varðar þá er það fyrst og fremst hlutverk bæjarins að ganga þannig frá jarðveginum að þar fái öflugt atvinnulíf þrifist. Samgöngur leika náttúrulega lykilhlutverk og því höfum við tekið alvarlega. Vestmannaeyjabær er í bullandi viðskiptum og okkar viðskipti snúast um þjónustu. Þar ætlum við að gera enn betur en hingað til. Þá höfum við lagt áherslu á að greiða leið þeirra sem vilja framkvæma. Einnig eru enn ótalin þau miklu sóknarfæri sem kom til með að felast í stórskipahöfn, upptökumannvirki við höfnina, stór aukinni háskólastarfsemi, starfsemi atvinnuþróunarfélagsins og svo margt fleira mætti nefna. Atvinnumarkaðurinn í Eyjum á mörg vaxtartækifæri og vænkandi hagur Vestmannaeyjabæjar í viðbót við gerbreyttar aðstæður hvað samgöngur varðar koma til með að gera okkur kleift að styðja betur við bakið á atvinnulífinu.
Nú eru Ægisdyr að leita fjármögnunarmöguleika á jarðgöngum, sérðu fyrir þér að Vestmannaeyjabær muni koma að þeirri fjármögnun ?
Slíkt erindi hefur ekki enn borist. Án þess að fullyrða nokkuð þá sé ég ekki fyrir mér að Vestmannaeyjabær beri hitann og þungan af kostnaði vegna slíkra framkvæmda. Samgöngur og rannsóknir eins og þær sem hér um ræðir eru hluti af rekstri ríkisins. Ég er fyrir mína parta alltaf tilbúinn til að taka við verkefnum frá ríkinu en þeim verður að fylgja fjármagn. Ég teldi það eðlilegt að Háskóla Íslands yrði falið að framkvæma viðkomandi rannsóknir til að auka þekkingu á þessu merkilega jarðfræðilega svæði. Kostnaðurinn á af sjálfsögðu að vera greiddur af ríkinu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.