Opnað hefur verið spjallborð á
www.eyjar.net þar sem eyjamönnum nær og fjær gefst kostur á því að láta gamminn geysa og ræða þau mál sem liggja þeim á hjarta eða bara spjalla til gamans.
Markmið með þessu spjallborði er að búa til samfélag á netinu þar sem hægt er að ræða málin á málefnalegum og uppbyggilegum nótum.
Á spjallborðinu er búið að búa til nokkra flokka eins og íþróttir, menning, pólitík og aðra vinsæla spjallþræði, ef þér finnst vanta eitthvað inn á spjallið endilega sendu línu á okkur
eyjar@eyjar.net, einnig er hægt að setja inn smáuglýsingar á spjallið, ÓKEYPIS.
Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig og taka þátt í spjallinu geta gert það hér
www.eyjar.net/spjall
Við biðjum fólk um að vera ófeimið að byrja umræðu á spjallinu. Nú er allavega tækifæri til að láta í sér heyra og viðra sínar skoðanir og hugmyndir. Það eru allir velkomnir að skrá sig á spjallið hjá
http://www.eyjar.net/ og vonandi taka sem flestir þátt og leggji hönd á plóginn með að ræða um þá hluti sem eru gerðir vel og þá hluti sem má gera betur eða benda á nýja hluti sem mætti gera í Vestmannaeyjum.
Allaveganna eins og sagt er, “þá er orðið laust”