Hömlur á ferðafrelsi okkar Eyjamanna?
30. ágúst, 2007

Ég hef verið að hugsa um nýju reglur Eimskips undanfarið og verð að viðurkenna að því meira sem ég hugsa um þetta, því reiðari verð ég bæjaryfirvöldum að hafa samþykkt þessa vitleysu. Það getur margt gerst á tveimur dögum sem geta breytt ferðatilhögun okkar. Eins tel ég að þetta verði til að drepa endanlega niður heimsóknir ofan af landi. Það er bara orðið allt of mikið mál að skreppa til Eyja. 

Þó veðurfræðingar séu allir að vilja gerðir þá hefur því miður ekki verið hægt að treysta mikið á langtímaspár þeirra. Fólk lætur veðrið ráða að miklu leyti hvort það treystir sér í Herjólf. Nú tekur fólk ekki sénsinn.

Enn er verið að bæta á hlekki okkar í samgöngum. Eins og margoft hefur komið fram er skipið orðið of lítið og í stað þess að bæta úr því eru settar frekari hömlur á ferðafrelsi okkar Eyjamanna. Er það rétt pólitík?

Þó ég sé á móti þessu þá get ég vel skilið sjónarmið Eimskips. Af því leyti að til er fólk sem misnotar aðstöðu sína, pantar allar helgar og nýtir fáar. Hins vegar er spurning hvort ekki er til önnur leið til að taka á þessu máli en að setja slíkar hömlur á alla?

Nú hef ég því miður aldrei komið til Færeyja en heyrt af fólki sem farið hefur með Smyril. Hvernig er það þar? Er fólk að panta? Eftir því sem mér skylst þá keyrir fólk einfaldlega um borð og er rukkað á leiðinni. En hérna. Nei, borga tveimur dögum fyrir brottför, þ.e. ef það er eitthvað laust á annað borð. 

Síðan er rétt að velta upp þeirri spurningu hvað mun breytast þegar Bakkafjara verður orðin af veruleika?  Verður ferðum stillt svo í hóf að enn þurfi að panta með margra vikna fyrirvara og borga jafnvel með tveggja daga fyrirvara?

Að mínu mati á krafan með Bakkafjöru að vera sú að skipið á að byrja siglingar 7 á morgnanna og sigla til kl. 22. Þannig gæti fólk “skroppið” til Eyja eða frá Eyjum án þess að þurfa að gera sérstakt plan um ferðina.  

http://svenko.blog.is/blog/svenko/

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.