Stórsigur Aftureldingar á ÍBV

Afturelding vann stórsigur, 42:29, á ÍBV þegar nýliðar N1-deildar karla mættust að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru með örugga forystu frá upphafi til enda og einungis spurning um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan í hálfleik var 19:11, Aftureldingu í vil. Þetta var annar sigur Aftureldingar í deildinni en ÍBV liðið situr sem fyrr á botninum án stiga að loknum fjórum leikjum.Hilmar Stefánsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 10 mörk, þar af fjögur úr vítakasti. Daníel Jónsson skoraði 8 mörk og Hrafn Ingvarsson sex. Hjá ÍBV var Janis Grisanovs markahæstur með 11 mörk, þar af þrjú úr vítakasti og næstur kom Zilvinas Grieze með 9 mörk. Hann var útilokaður frá leiknum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar dómararnir, Anton Pálsson og Valgeir Ómarsson, sýndu honum krossinn fyrir gróft brot að þeirra mati. Áður hafði Grétar Þór Eyþórsson fengið rautt spjald fyrir leikbrot svo og Nikolav Kulikov.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.