 
											www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Að þessu sinni heyrðum við í Hreiðari Erni en Hreiðar Örn er búsettur í Mosfellsbæ og starfar sem framkvæmdastjóri Lágafellssóknar.
Nafn: 
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
  
Fjölskylduhagir: 
Giftur Sólveigu Ragnarsdóttur, sálfræðing. Eigum soninn Ragnar Bjarna (2000) og eigum von á barni um jólin
  
Atvinna og menntun: 
Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar – Sem sagt enn kirkjukall
  
Búseta: 
Í hínum góða bæ Mosfellsbæ
  
Mottó: 
Elskaðu náungann, hann á það skilið
  
Ferðu oft til Eyja ? 
ja/nei
  
  
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa búið í eyjum? 
Sem unglingur og seinna sem starfandi einstaklingur í því góða samfélagi sem Vestmannaeyjar eru getur ekki látið neinn ósnortinn og ómótaðann
Tenging við eyjarnar í dag: 
Þar búa fjölskyldumeðlimir og vinir.
  
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ? 
Já, nokkuð
  
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag? 
Mér finnst hún vera að færast upp, er samt hræddur við fólksflótta þaðan.
 
Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ? 
Í unga fólkinu. Við þurfum að styrkja frekar námsmöguleika þeirra í heimabyggð
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna? 
Ef ekkert verður að gert þá verður þetta sumahúsabyggð brottfluttra eyjamanna.
  
Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja? 
Nei, ekki eins og staðan er í dag. 
 
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum? 
Ef ég á annað borð kæmi til eyja, þá væri það í tengslum við kirkjuna. Og þá komandi til að styðja við hið góða og öfluga barna- og unglingastarf Landakirkju.
 
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ? JÁ!!!
 
Eitthvað að lokum ? 
Neí
 





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst